Nauðungarþjónusta er oft falin birtingarmynd mansals

Nauðungarþjónusta er til dæmis ef þú ræður þig í starf við heimilisstörf eða að passa börn en aðstæður breytast hratt og verða óviðunandi. Þetta getur gerst þrátt fyrir að samningur hafi verið undirritaður.

Það gæti verið nauðungarþjónusta þegar:

  • Þú býrð með annarri fjölskyldu en þú réðst þig til starfa hjá.
  • Þú færð ekki þitt eigið herbergi eða rými til að vera í.
  • Þú sefur í rými með öðrum eða rými sem er venjulega ekki notað sem svefnherbergi.
  • Þú mátt sjaldan fara út og alls ekki án þess að yfirmaður þinn sé með.
  • Ef þau sem þú býrð hjá móðga þig, hóta þér eða beita þig ofbeldi.
  • Þú færð ekki borguð laun fyrir vinnuna þína.
  • Þú þarft að vinna mjög langa vinnudaga og færð bara greitt fyrir hluta úr degi.

Fáðu hjálp

Ef þú ert þolandi mansals, eða þig grunar að önnur manneskja sé það, geturðu haft samband við 112. Þar færðu aðstoð og upplýsingar um úrræði. Þú getur valið hvort lögreglan verði látin vita eða ekki.

Samtal við neyðarvörð getur hjálpað manneskju úr nauðungarþjónustu. Þekkir þú einhvern í slíkum aðstæðum?

Þekktu mansal

Aðferðir þeirra sem stunda mansal eru þekktar. Ef þú þekkir einkenni og aðferðir við mansal, þá eykur þú líkurnar á að uppræta það.

Tvær manneskju í blómakrónu. Önnur er leið. Hin er ánægð. Þær teygja sig í áttina að hvor annarri. Á myndinni lítur út eins og þær muni haldast í hendur mjög fljótlega.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Bella

Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Hún finnst gaman að passa börnin og matreiða öðru hvoru eins og samið var um. Fljótlega fara störfin að þyngjast og ætlast er til að hún vinni fleiri tíma á dag en er löglegt.

Þegar hún er lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum fjölskyldunnar auk þess að fá minni vasapening en hún á að fá gerir Bella athugasemd. Fjölskyldan hótar að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.

Er þetta ofbeldi?

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Nauðungarhjónaband

Þegar einhver þvingar manneskju til að giftast sér til að hagnast á því sjálfur, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararrétt, þá er það mansal og heitir nauðungarhjónaband.