Nauðungarþjónusta er oft falin birtingarmynd mansals
Nauðungarþjónusta er til dæmis ef þú ræður þig í starf við heimilisstörf eða að passa börn en aðstæður breytast hratt og verða óviðunandi. Þetta getur gerst þrátt fyrir að samningur hafi verið undirritaður.
Það gæti verið nauðungarþjónusta þegar:
- Þú býrð með annarri fjölskyldu en þú réðst þig til starfa hjá.
- Þú færð ekki þitt eigið herbergi eða rými til að vera í.
- Þú sefur í rými með öðrum eða rými sem er venjulega ekki notað sem svefnherbergi.
- Þú mátt sjaldan fara út og alls ekki án þess að yfirmaður þinn sé með.
- Ef þau sem þú býrð hjá móðga þig, hóta þér eða beita þig ofbeldi.
- Þú færð ekki borguð laun fyrir vinnuna þína.
- Þú þarft að vinna mjög langa vinnudaga og færð bara greitt fyrir hluta úr degi.