Hvað er nauðungarhjónaband?
Nauðungarhjónaband er þegar manneskja er neydd í hjónaband sem hún vill ekki ganga í. Það gæti verið til að fá réttindi eða til að hinn aðilinn hagnist á því, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararétt.
Þú gætir verið í nauðgunarhjónabandi ef:
- Þér er hótað, eða þrýst á þig með ofbeldi eða annars konar þvingunum til að giftast einhverjum sem þú vilt ekki giftast.
- Þú neyðist til að giftast einhverjum sem hagnast á því með því að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararétt.
- Þú vissir ekki að þú værir að fara að gifta þig.
- Þú mátt ekki tala um hjónabandið þitt við aðra.
- Þér er lofað dvalarleyfi, ríkisborgararéttur eða peningar í staðinn fyrir að ganga í hjónaband.
- Einhver annar hagnast á því að þú gangir í hjónaband gegn vilja þínum.