Mundu að til þess að þú getir verið til staðar fyrir aðra, þá þarftu fyrst að vera til staðar fyrir þig. Hlúðu að þér og leyfðu þér að upplifa þær tilfinningar sem þú hefur.
Grunnurinn
Kynntu þér eðlileg viðbrögð við áföllum og erfiðum atburðum.
Svefn
Góður svefn skiptir öllu máli. Reyndu að fá sjö til átta klukkutíma.
Almenn hvíld
Hvíldu þig frá áreiti þegar þú þarft og getur.
Næring
Borðaðu hollan og næringarríkan mat. Drekktu nóg af vatni. Reyndu að takmarka koffín og sykur þar sem bæði getur haft áhrif á streitu og kvíða.
Hreyfing
Hreyfðu þig daglega. Það þarf ekki að vera meira en göngutúr um hverfið. Finndu eitthvað sem þér finnst gaman að gera. Hreyfing bætir skap og dregur úr streitu.
Umhverfi
Reyndu að skapa öruggt og þægilegt umhverfi í kringum þig.
Talaðu
Talaðu við vin, fjölskyldumeðlim eða einhvern sem þú treystir um hvað þú ert að ganga í gegnum. Gerðu það samt á þínum tíma þegar þú treystir þér til þess.