Mundu að til þess að þú getir verið til staðar fyrir aðra, þá þarftu fyrst að vera til staðar fyrir þig. Hlúðu að þér og leyfðu þér að upplifa þær tilfinningar sem þú hefur.

Grunnurinn

Kynntu þér eðlileg viðbrögð við áföllum og erfiðum atburðum.

Svefn

Góður svefn skiptir öllu máli. Reyndu að fá sjö til átta klukkutíma.

Almenn hvíld

Hvíldu þig frá áreiti þegar þú þarft og getur.

Næring

Borðaðu hollan og næringarríkan mat. Drekktu nóg af vatni. Reyndu að takmarka koffín og sykur þar sem bæði getur haft áhrif á streitu og kvíða.

Hreyfing

Hreyfðu þig daglega. Það þarf ekki að vera meira en göngutúr um hverfið. Finndu eitthvað sem þér finnst gaman að gera. Hreyfing bætir skap og dregur úr streitu.

Umhverfi

Reyndu að skapa öruggt og þægilegt umhverfi í kringum þig.

Talaðu

Talaðu við vin, fjölskyldumeðlim eða einhvern sem þú treystir um hvað þú ert að ganga í gegnum. Gerðu það samt á þínum tíma þegar þú treystir þér til þess.

Fleiri ráð

Gott er að muna að við erum öll mismunandi og þurfum að finna hvaða ráð virka fyrir okkur.

Rútína og skipulag

Haltu daglegri rútínu og reyndu að hafa skipulag á deginum.

Félagslegur stuðningur

Haltu tengslum við vini og fjölskyldu og aðra sem geta stutt þig.

Núvitund og slökun

Prufaðu núvitund, hugleiðslu eða öndunaræfingar. Þær róa hugann og hjálpa þér að ná stjórn á hugsunum. Á vefnum eru ótal fríar leiðbeiningar.

Skapandi tjáning

Tjáðu þig með öðru en tali. Teiknaðu, skrifaðu, búðu til tónlist, leiktu þér með leir. Öll sköpun hjálpar tilfinningum að fá útrás.

Takmarkaðu áreiti

Minnkaðu tímann sem fer í fréttaveitur og samfélagsmiðla.

Lifðu í núinu

Taktu einn dag í einu og sýndu þér þolinmæði þó að það taki þig lengri tíma en þú vildir að verða betri.

Passaðu upp á þig

Fólk sem hefur orðið fyrir áföllum er líklegra en aðrir til að lenda í óhöppum.

Leitaðu ráða hjá sérfræðingum

Ekki hika við að panta tíma hjá sálfræðingi eða leita til annarra fagaðila. Það er engin skömm að því að fá hjálp, við þurfum hana öll á einhverjum tímapunkti.

Hvað á ég EKKI að gera?

Ekki bæla tilfinningar þínar

Það er ekkert eðlilegra en sterkar tilfinningar eftir erfiða atburði. Leyfðu þeim að koma út. Ekki óttast að gráta eða fara í uppnám. Að bæla niður tilfinningar getur bara gert hlutina erfiðari fyrir þig.

Ekki reyna að deyfa þig með lyfjum og áfengi

Þú þarft að vinna úr tilfinningum þínum til þess að þér geti liðið betur. Áfengi og önnur vímuefni eru ekki að fara að láta þér líða betur. Þau hægja á úrvinnslunni og skapa önnur vandamál.

Ekki taka stórar ákvarðanir

Dómgreindin getur verið léleg eftir erfiða atburði og áföll. Bíddu með meiri háttar ákvarðanir þangað til þér líður betur.

Fáðu aðstoð

Að fá aðstoð frá sálfræðingi eða geðlækni þýðir ekki að um geðröskun eða andleg veikindi sé að ræða.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og spjallið er opinn allan sólarhringinn. Í honum færðu stuðning og upplýsingar um hvert er best að fara til að fá enn meiri aðstoð. Síminn og spjallið er ókeypis, gjaldfrjálst og þú þarft ekki að gefa upp nafn.

Heilsugæslustöðvar bjóða upp á sálfræðiþjónustu þar sem áhersla er á meðferð við kvíða, þunglyndi og áföllum. Þú getur beðið um þessa þjónustu hjá heimilislækni.

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býður einnig upp á hugræna atferlismeðferð (HAM).

Rauði Krossinn hefur bæklinga með góðum upplýsingum.

Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar um úrræði sem hægt er að leita til.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaga

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Kynntu þér eðlileg viðbrögð fullorðinna við áföllum og erfiðum atvikum