Allir sýna einhver viðbrögð eftir erfið atvik og atburði eins og ofbeldi, slys, náttúruhamfarir og annað slíkt.
Lesa um hvað fullorðnir geta gert til að hjálpa sér og öðrum eftir áföll
Erfiðir atburðir geta haft mikil áhrif á einstaklinga. Viðbrögðin eru mismunandi eftir fólki. Þekking á viðbrögðunum getur hjálpað þér að vinna úr þeim og hjálpað öðrum sem hafa orðið fyrir áföllum.
Allir sýna einhver viðbrögð eftir erfið atvik og atburði eins og ofbeldi, slys, náttúruhamfarir og annað slíkt.
Lesa um hvað fullorðnir geta gert til að hjálpa sér og öðrum eftir áföll
Áfall eru sterk streituviðbrögð við óvæntum atburði. Atburðurinn getur verið nánast hvað sem er: slys, náttúruhamfarir, ofbeldi, andlát, morð, skilnaður, framhjáhald, og svo framvegis.
Einstaklingur þarf ekki að hafa verið hluti af atburðinum til þess að verða fyrir áfalli út af honum.
Strax eftir atburðinn (eða strax eftir að þú fréttir af honum) er líklegt að þú finnir fyrir sjokki og farir hugsanlega í afneitun. Þessi viðbrögð geta varað í nokkra klukkutíma eða nokkra daga.
Eftir þetta tímabil koma viðbrögð sem hægt er að flokka sem líkamleg, vitsmunaleg, tilfinningaleg og hegðunarleg.
Öll þessi viðbrögð eru eðlileg. Þú mátt búast við að finna fyrir þeim í einhverjar vikur, jafnt og almennri streitu. Það er ekkert rétt svar um hversu mikil viðbrögð þú finnur eða hversu lengi þau endast. Allir taka á erfiðum atburðum með ólíkum hætti.
Mikilvægt er að leyfa sér að upplifa þær tilfinningar sem koma. Þannig getur þú unnið úr þeim. Að bæla þær niður getur skapað frekari vandamál til lengri tíma.
Í flestum tilvikum lagast ástandið af sjálfu sér ef þú færð góðan stuðning frá fjölskyldu og vinum. Stundum þarf samt meiri aðstoð. Ef viðbrögðin eru farin að vera í margar vikur (meira en fjórar til sex) eða versna með tímanum þá getur verið tími til að ræða við sérfræðing.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvenær rétt er að hafa samband við fagaðila.
Ef sterkar neikvæðar tilfinningar eða líkamleg einkenni hafa verið í nokkrar vikur og virðast vera að versna frekar en að batna.
Þegar neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf þitt. Það getur verið í vinnu, félagslegum samskiptum, eða öðru.
Sjálfskaði eða hugsanir um sjálfskaða, eða að skaða aðra.
Ef minningar um atburðinn eða hlutir sem minna á atburðinn almennt valda streitu.
Langvarandi tilfinningalegur doði og félagsleg einangrun. Að finna ekki gleði í athöfnum sem þú fannst áður gleði í.
Við getum lagað ótal margt í lífi okkar sjálf en stundum þurfum við sérfræðing til að kíkja á tölvuna eða bílinn, það á líka við um okkur. Að leita sér hjálpar er merki um styrk.
Það að tala við ótengdan aðila um erfið atvik eða tilfinningar sínar er hollt og getur hjálpað við að skilja hlutina betur og sjá þá frá öðru sjónarhorni.
Leiðbeiningar og úrræði fyrir fullorðna sem vilja geta hjálpað sér og öðrum sem hafa orðið fyrir áföllum og erfiðum atvikum.