Hvað er vinnumansal?

Vinnumansal er þegar einhver, oftast vinnuveitandi, hagnast á vinnuframlagi annars. Starfsmaðurinn er þá blekktur til að taka við starfi gegn röngum upplýsingum, til dæmis um laun, vinnutíma, aðbúnað á vinnustað eða húsnæði. Gerendur nota blekkingar og hótanir til að koma í veg fyrir að þolandinn leiti sér aðstoðar eða hætti að vinna fyrir gerandann.

Vinnumansal er algengasta birtingarmynd mansals á Íslandi og getur átt sér stað hvar sem er. Oft gerist þetta við byggingaframkvæmdir, ræstingar og önnur þjónustustörf, eins og á hótelum og veitingastöðum. Það gæti verið vinnumansal ef:

  • Yfirmaður lætur þig vinna mjög langa vinnudaga án þess að þú hafir val.
  • Yfirmaður hótar að láta vísa þér úr landi ef þú gerir ekki það sem hann segir.
  • Þú býrð í óviðunandi húsnæði með mörgum einstaklingum.
  • Yfirmaður þinn hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki það sem hann segir.
  • Þú færð ekki laun fyrir heimilisstörf eða önnur störf sem þú vinnur aukalega.
  • Yfirmaður þinn setur staðsetningarforrit í símann þinn til að fylgjast með þér, gegn vilja þínum.

Vinnumansal getur verið erfitt að greina. Hafðu samband við 112 og neyðarverðir hjálpa þér með fyrstu skrefin.

Réttindi þín á vinnumarkaði

Á vefsíðunni labour.is eru upplýsingar um réttindi á íslenskum vinnumarkaði. Vefsíðan er á 11 tungumálum: ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, rúmensku, spænsku, farsi, úkraínsku, arabísku og íslensku.

ASÍ (Alþýðusamband Íslands) sér um vefsíðuna en það eru samtök launafólks á Íslandi.

ASÍ og stéttarfélögin eru með vinnustaðaeftirlit til þess að berjast gegn brotum á vinnumarkaði og að upplýsa launafólk um réttindi ‏sín. Eftirlitsfulltrúar heimsækja vinnustaði og eru ‏því oft fyrstu tengiliðir við ‏þolendur mansals. Þú getur fengið nánari upplýsingar um vinnustaðaeftirlit með því að hafa samband við ASÍ með tölvupósti á asi@asi.is.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Huang-Kai

Huang-Kai var ráðinn til að vinna sem kokkur á veitingahúsi í Reykjavík. Vinnuveitandi hans útvegaði honum gistingu í nágrenninu og lofaði að senda hluta af laununum hans út til fjölskyldu hans.

Þegar Covid byrjaði þá breyttist framkoma vinnuveitanda í garð Huang-Kai, skyndilega var vegabréfið tekið af honum og hann fékk engin laun. Huang-Kai var bannað að fara út af veitingastaðnum, vinnuveitandinn setti staðsetningarforrit í símann hans og hann var látinn sofa á gólfinu í eldhúsinu á veitingastaðnum.

Er þetta ofbeldi?

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Mannréttindaskrifstofa Merki

Mannréttindaskrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Þekktu mansal

Ef þú þekkir einkenni og aðferðir við mansal og veist hvert á að leita til að fá hjálp, þá eykur þú líkurnar á að uppræta það.

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.