Að fremja afbrot gegn vilja sínum
Það getur verið mansal þegar manneskja er hagnýtt til að fremja afbrot gegn vilja hennar. Það getur verið þegar einhver:
- Sendir þig á mismunandi staði til að rækta eða selja fíkniefni.
- Neyðir þig til að betla, stela úr búðum eða stela af fólki.
- Neyðir þig með hótunum eða ofbeldi til að fremja afbrot þegar þú vilt það ekki.
- Neitar þér um eitthvað sem þú ert háður, til dæmis fíkniefni eða áfengi, ef þú fremur ekki afbrot.
- Þvingar þig til að flytja fíkniefni.