Þvingað betl er mansal

Betl er ein tegund nauðungarþjónustu. Betl getur verið mansal þegar:

  • Einhver neyðir þig til að betla á almannafæri þótt þú viljir það ekki.
  • Þú færð ekki að halda öllum peningnum sem þér er gefinn þegar þú betlar.
  • Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú lætur hann ekki hafa peninginn þinn.
  • Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú neitar að betla fyrir hann.
  • Einhver skaðar þig til að þú lítir út fyrir að þurfa aðstoð og fólk vilji gefa þér meiri pening.

Er verið að þvinga þig eða einhvern sem þú veist um til að betla? Hafðu samband við 112 og fáðu hjálp.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð
Mannréttindaskrifstofa Merki

Mannréttindaskrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Nauðungarþjónusta

Þegar einhver neyðir aðra manneskju til að vinna störf sem eru ekki hluti af þeirra starfi kallast það nauðungarþjónusta.