Þvingað betl er mansal
Betl er ein tegund nauðungarþjónustu. Betl getur verið mansal þegar:
- Einhver neyðir þig til að betla á almannafæri þótt þú viljir það ekki.
- Þú færð ekki að halda öllum peningnum sem þér er gefinn þegar þú betlar.
- Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú lætur hann ekki hafa peninginn þinn.
- Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú neitar að betla fyrir hann.
- Einhver skaðar þig til að þú lítir út fyrir að þurfa aðstoð og fólk vilji gefa þér meiri pening.