Þolendamiðstöðvar
Miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis eru staðsettar á nokkrum stöðum á landinu. Markmið þeirra er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Boðið er upp á áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Fjarviðtöl eru einnig í boði.
Dæmisögur
Stundum getur verið erfitt að átta sig á muninum á tímabundnum slæmum samskiptum og ofbeldi. Lestu sögurnar og svaraðu því hvað þú heldur að sé ofbeldi.
Ofbeldi í nánu sambandi
Ofbeldi er þegar einhver gerir eitthvað sem viljandi meiðir þig eða lætur þér oft líða illa. Það kallast ofbeldi í nánu sambandi eða heimilisofbeldi þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fyrrverandi maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili.