Barnahernaður

Börn sem eru notuð sem vopn í stríðsrekstri kallast barnahermenn. Þetta er algengast í Asíu og hluta Afríku. Þá eru börn þvinguð, heilaþvegin og þjálfuð til hernaðar eða til að stunda njósnir fyrir yfirmenn. Þetta gerist helst á stríðshrjáðum svæðum þar sem mikil óreiða og fátækt ríkir.

Börn eru valin vegna þess að þau hafa minni skilning á hættu og það er auðveldara að stjórna þeim en fullorðnum. Fátækt, erfiðar fjölskylduaðstæður eða borgarastyrjöld gerir börn að líklegri fórnarlömbum en þau sjá þátttökuna oft sem útgönguleið út úr slíkum aðstæðum.

Brottnám líffæra

Þvingað brottnám líffæra fellur einnig undir mansal. Sala á líffærum er ólögleg. Viðkvæmir hópar eins og flóttafólk og hælisleitendur eru algeng fórnarlömb. Oft er fólk ómenntað og logið að því varðandi alvarleika þess að nema á brott líffæri, til dæmis að það fólk sé með þrjú nýru eða að líffærið vaxi aftur. Fólki er lofað háar greiðslur eða vinnu fyrir líffærið, en fær oft ekki neitt. Þótt fólk fái borgað er það samt fórnarlamb en ekki partur af glæpnum því verið er að nýta sér viðkvæma stöðu þeirra.

Algengasta líffærið sem er brottnumið á þennan hátt eru nýru, síðan hjörtu og hornhimnur. Brottnám á eggjum, fósturvísum, og húð er að aukast. Líffærin eru seld efnameiri sjúklingum í gegnum net skipulagðrar glæpastarfsemi. Stundum er þetta kallað „líffæraferðaþjónusta“. Talið er að um 10% af líffæraflutningi í heiminum séu ólöglegur.

Ólöglegt brottnám líffæra gerist um allan heim en er algengast í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Oftast er þetta í löndum sem eru ekki með sterk lög og reglur þannig að auðveldara sé að byggja upp glæpastarfsemi með spilltu heilbrigðisstarfsfólki, spítalastjórnendum, ökumönnum, þýðendum og lögreglu.

Ofbeldi gegn börnum

Ofbeldi gegn barni hefur langvinnar og alvarlegar afleiðingar langt fram á fullorðinsár. Það er alltaf mikilvægt að stöðva ofbeldið eins fljótt og hægt er og koma börnum til hjálpar.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.