Fáðu hjálp og komdu í veg fyrir kynferðisbrot

Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú hafir beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi eða þú eða aðrir hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun þinni, á netinu eða gagnvart öðru fólki, þá geturðu fengið hjálp.

Taktu skrefið er hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. Þar geta ungmenni og fullorðnir fengið aðstoð.

Þjónustan er ekki gjaldfrjáls, fyrsta viðtal kostar 3000kr en flest stéttarfélög niðurgreiða þó sálfræðiþjónustu. Einnig er hægt að athuga með styrk hjá félagsþjónustu eða þjónustumiðstöðvum hjá því sveitarfélagi sem þú átt lögheimili í.

Taktu skrefið og fáðu hjálp.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Heimilisfriður

Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir öll sem beita ofbeldi í nánum samböndum.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi

Kynlíf þarf að byggja á virðingu og góðum samskiptum þar sem langanir beggja aðila eru virtar. Að virða mörk annarra er grundvallaratriði í heilbrigðum samskiptum.

Ólögleg hegðun á netinu

Ef þú hefur skoðað kynferðislegar myndir af börnum eða átt kynferðisleg samtöl við ungmenni yngri en 18 ára getum við veitt þér stuðning og bent á gagnlegar leiðir til að stöðva slíka hegðun.