Heimilisfriður
Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir öll sem beita ofbeldi í nánum samböndum.
Taka ábyrgð á eigin hegðun
Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú sért að beita þína nánustu einhvers konar ofbeldi hafðu þá samband við Heimilisfrið. Meðferðin snýst um að taka ábyrgð á eigin ofbeldisfullu hegðun. Síðan eru kenndar leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilegan hátt.
Meðferðin byrjar með einstaklingsviðtölum en síðan er líka hægt að fara í hópráðgjöf. Einstaklingsviðtal kostar 3000 krónur og hópmeðferð kostar 16.000 krónur önnina. Mökum er boðið upp á 2 viðtöl við upphaf og lok meðferðar. Þau viðtöl eru hjá öðrum sálfræðingi en hinn aðilinn er hjá til að gæta trúnaðar. Einnig er boðið upp á paraviðtöl ef metið er að það eigi við.
Í húsinu er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. Ef þú þarft táknmálstúlkun eða tungumálatúlkun greiða tilvísunaraðilar fyrir þá þjónustu.
Heimilisfriður er á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Hægt er að bóka tíma í síma 555 3020 eða senda þeim tölvupóst á heimilisfridur@salfraedistofan.is. Einnig er starfsmaður á Akureyri sem sinnir öllu landinu, síminn hjá honum er 460 9500.
Símanúmer
Heimilisfang
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastól.Tungumál
Tungumála- og táknmálstúlkun á vegum tilvísunaraðila.
Heimilisfriður hjálpar fólki sem beitir ofbeldi að hætta því.
Meðferð fyrir þá sem beita ofbeldi
Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir gerendur í heimilisofbeldi af öllum kynjum. Það eina sem þarf er vilji til að breyta ofbeldishegðun sinni og að taka á sínum málum. Boðið er upp á meðferð við hvers konar ofbeldshegðun, eins og andlegri, líkamlegri og kynferðislegri. Meðferðin byggir á einstaklingsviðtölum, einnig er boðið upp á makaviðtöl og parameðferð ef það á við.
Reynslusaga Tómasar
Tómas er ekki til í alvörunni en frásögn hans er byggð á viðtölum við þá sem hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Þeir sem beita ofbeldi geta breyst með því að leita sér hjálpar.
Mýtur um fólk sem beitir ofbeldi
Þeir sem beita ofbeldi ganga huldu höfði í íslensku samfélagi í skjóli mýta um fólk sem beitir ofbeldi. Sérfræðingar í málefnum þolenda og gerenda telja að nauðgunarmenningu og ofbeldi verði ekki útrýmt nema með því að varpa ljósi á gerendur og skapa menningu þar sem þeir geta og þurfa að axla ábyrgð.
Að koma í veg fyrir að beita ofbeldi
Ástæður fyrir því af hverju fólk beitir ofbeldi geta verið margvíslegar. Það er hægt að fá hjálp til að breyta hegðun sinni.
Ólögleg kynferðisleg hegðun á netinu
Ef þú hefur skoðað kynferðislegar myndir af börnum eða átt kynferðisleg samtöl við ungmenni yngri en 18 ára, geturðu fengið stuðning og upplýsingar um leiðir til að stöðva slíka hegðun.