![](https://images.prismic.io/neydarlinan-112/3ce7eeef-43f7-4fd0-87fa-d55727e1e885_Miriam.jpeg?auto=compress%2Cformat&rect=0%2C0%2C11368%2C6724&w=600&h=355&fit=crop&crop=faces%2Cedges)
Miriam
Miriam var svipt frelsi sínu og neydd til að stunda vændi í heimalandi sínu. Það næsta sem hún veit er að hár hennar er klippt og litað og hún er send í flugvél til Íslands með fölsuð skilríki. Á Íslandi er hún látin stunda vændi áfram, án þess að fá nokkru um það ráðið.
Miriam á enga peninga né vini sem hún getur leitað til. Hún þorir ekki að andmæla aðstæðum sínum því þá verður fjölskylda hennar heima í Lettlandi beitt ofbeldi. Hún veit ekki hvert hún verður send næst eða hvernig hún kemst út úr þessum vítahring.