Miriam

Miriam var svipt frelsi sínu og neydd til að stunda vændi í heimalandi sínu. Það næsta sem hún veit er að hár hennar er klippt og litað og hún er send í flugvél til Íslands með fölsuð skilríki. Á Íslandi er hún látin stunda vændi áfram, án þess að fá nokkru um það ráðið.

Miriam á enga peninga né vini sem hún getur leitað til. Hún þorir ekki að andmæla aðstæðum sínum því þá verður fjölskylda hennar heima í Lettlandi beitt ofbeldi. Hún veit ekki hvert hún verður send næst eða hvernig hún kemst út úr þessum vítahring.

Er þetta ofbeldi?