![](https://images.prismic.io/neydarlinan-112/12cb1106-61ce-403a-906c-634ca52aba9d_eltihrellir.png?auto=compress%2Cformat&rect=0%2C0%2C9190%2C5500&w=600&h=359&fit=crop&crop=faces%2Cedges)
Bylgja
Bylgja er nýflutt að heiman í litla en mjög kósí íbúð stutt frá háskólanum. Í fyrstu finnst henni leigusalinn vingjarnlegur og hjálpsamur en þegar hann fer að banka upp á oft í viku til að athuga eitthvað með íbúðina verður það fljótt uppáþrengjandi. Hún biður hann um að koma ekki óvænt en hann gerir það samt. Hann hringir líka stundum í hana til að spjalla. Hana langar að sleppa því að svara en óttast að símtalið sé eitthvað varðandi íbúðina.
Eitt kvöldið sýnist henni leigusalinn sitja reykjandi í bíl hinumegin við götuna. Þegar hún sér hann fyrir utan skólann sinn þorir hún ekki heim heldur fer til vinkonu sinnar.