Michael
Michael er nýfluttur til Íslands í gegnum félaga sinn Fred sem hafði lofað að útvega honum vinnu og gistingu. Til að byrja með voru þetta hlutastörf við þrif en fljótt fór Fred að taka hann með í bíltúra að næturlagi að skoða hús í hverfum borgarinnar. Eitt skiptið skorar Fred á Michael að brjótast inn í hús með kúbeini og hótar að skaða börnin Michaels ef hann gerir það ekki.
Michael óttast Fred og fer að brjótast inn í hús sem Fred velur. Hann þorir ekki að neita Fred þó að Fred hirði allan ágóðann úr innbrotinu.