Neyðarlínan heldur upp á 112 þann 11. febrúar á hverju ári því að dagsetningin 11. 2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.

Börn geta verið stórkostlegar fyrirmyndir þegar kemur að öryggi og forvörnum og verður því þema 112 dagsins 2025 Börn og öryggi.

Börn geta verið fyrirmyndir á marga vegu í daglegu lífi, eins og þegar þau ganga með endurskinsmerki eða eru með hjálm þegar þau hjóla. Þegar þau spenna beltin í bíl og auðvitað þegar þau minna fullorðna á að vera ekki í símanum við akstur. Börn eru líka aðstoðarmenn slökkviliðs í leik- og grunnskóla og eru frábærir innhringjendur þegar þau hringja í Neyðarlínuna.

Dagur íslenska táknmálsins er einnig haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar ár hvert og verður dagskráin túlkuð á táknmáli.

Frá 112 deginum 2023

Dagskrá 112 dagsins

Sjá viðburðinn á Facebook.

Hvenær: þriðjudaginn 11. febrúar 2025, kl. 17-18

Hvar: Slökkvistöðin í Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

  • Ávarp frá 112
  • Verðlaun veitt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
  • Skyndihjálparmanneskja ársins verður útnefnd af Rauða krossinum.

Neyðarverðir frá Neyðarlínunni verða á staðnum, Rauði krossinn mun sýna réttu handtökin við skyndihjálp, fulltrúar verða frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, lögreglunni, slökkviliðinu og fleirum.

Einnig verða viðbragðsaðilar um land allt með uppákomur sem auglýstar eru í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

112 dagurinn

Frá 112 deginum 2023

Talaðu við börn um örugg netsamskipti

Kenndu börnum leiðir til að koma í veg fyrir stafræn brot og leiðir til að takast á við það ef það gerist.

Skyndihjálparmanneskja ársins 2022

Meira um Neyðarlínuna

Undirbúðu þig fyrir samtal við 1-1-2

Þegar maður þarf að hringja í 1-1-2 skiptir máli að halda ró sinni og segja fyrst hvar maður er - þannig kemst hjálp fyrr á staðinn. Í þessu gagnvirka myndbandi getur þú æft þig að tala við neyðarvörð og lært hvaða upplýsingar þurfa að koma fyrst.

Samstarfsaðilar

Vissir þú að Neyðarlínan er samstarfsaðili fjölda aðila til að geta veitt fyrsta flokks neyðar- og öryggisþjónustu? Kynntu þér fjölbreytta starfsemi viðbragðsaðila okkar.

Neyðarverðir

Neyðarverðir eru á vakt allan sólarhringinn til að aðstoða fólki í neyð. Aðstaða er fyrir átta neyðarverði í vaktstöðinni í Skógarhlíð en mismargir eru á vakt, allt eftir væntu álagi.

112 Neyðarlínu appið

112 Neyðarlínu appið getur flýtt fyrir upplýsingagjöf þegar beðið er um aðstoð. Appið hentar öllum sem eiga erfitt með að hringja eða lýsa vettvangi, svo sem vegna aðstæðna eða erfiðleika við tjáningu.