Dagskrá 112 dagsins
Sjá viðburðinn á Facebook.
Hvenær: þriðjudaginn 11. febrúar 2025, kl. 17-18
Hvar: Slökkvistöðin í Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
- Ávarp frá 112
- Verðlaun veitt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
- Skyndihjálparmanneskja ársins verður útnefnd af Rauða krossinum.
Neyðarverðir frá Neyðarlínunni verða á staðnum, Rauði krossinn mun sýna réttu handtökin við skyndihjálp, fulltrúar verða frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, lögreglunni, slökkviliðinu og fleirum.
Einnig verða viðbragðsaðilar um land allt með uppákomur sem auglýstar eru í hverju bæjarfélagi fyrir sig.
Frá 112 deginum 2023
Aðrir viðburðir
Snæfellsbær
Sunnudaginn 9. Febrúar mun bílalest viðbragðsaðila keyrir frá Mettubúð kl. 11. Keyrt verður um Ólafsvík, Hellissand og Rif. Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Von á Rifi frá kl. 12:00
Akureyri
Bláljósaakstur viðbragðsaðila kl. 17:30 þriðjudaginn 11. febrúar.
Akureyri
Viðbragðsaðilar verða á Glerártorgi sunnudaginn 16. feb 14 – 16 þar sem tekið verður á móti gestum og gangandi.
Akranes
Þriðjudaginn 11. febrúar opið hús á slökkvistöðinni, Kalmannsvöllum 2 frá kl. 17:00 – 19:00
Borgarbyggð
Þriðjudagurinn 11. febrúar. Viðbragðsaðliar verða við Borgarbyggð við Hyrnutorg milli 17 og 18:30 með ýmis tæki til að sýna gestum og gangandi.
Slökkvistöðin í Reykholti opin fyrir gesti frá 16:30 til 18:00.
Dalvík
Þriðjudaginn 11. febrúar opið hús hjá björgunarsveitinni frá kl. 16:00 – 18:00
Blönduós
Þriðjudaginn 11. Febrúar. Hópakstur viðbragðsaðila fer frá Björgunarfélaginu Blöndu kl. 17 og ekur um þéttbýlið. Frá kl. 17:30 – 18:30 verða tæki til sýnis hjá Björgunarfélaginu.
Húnaþing Vestra
Þriðjudaginn 11. febrúar. Hópakstur viðbragðsaðila um Hvammstanga, lagt af stað frá Húnabúð kl. 16:30. Öll velkomin í bílana meðan pláss leyfir. Hægt að skoða tækin eftir hópastkurinn
Skagaströnd
Þriðjudaginn 11. Febrúar. Hópakstur viðbragðsaðila ekur um þéttbýlið með sírenum og ljósum kl. 09:30. Í kjölfarið verða tæki til sýnis við íþróttarhúsið.
Reykjanesbær
Viðbragðsaðilar sameinast um opið hús á Slökkvistöð, Flugvöllum 22 frá kl. 16:00 – 18:00