Neyðarlínan heldur upp á 112 þann 11. febrúar á hverju ári því að dagsetningin 11. 2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
Börn geta verið stórkostlegar fyrirmyndir þegar kemur að öryggi og forvörnum og verður því þema 112 dagsins 2025 Börn og öryggi.
Börn geta verið fyrirmyndir á marga vegu í daglegu lífi, eins og þegar þau ganga með endurskinsmerki eða eru með hjálm þegar þau hjóla. Þegar þau spenna beltin í bíl og auðvitað þegar þau minna fullorðna á að vera ekki í símanum við akstur. Börn eru líka aðstoðarmenn slökkviliðs í leik- og grunnskóla og eru frábærir innhringjendur þegar þau hringja í Neyðarlínuna.
Dagur íslenska táknmálsins er einnig haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar ár hvert og verður dagskráin túlkuð á táknmáli.
Frá 112 deginum 2023