112 Neyðarlínu smáforrit

Með 112 appinu er hægt að hafa samband við 112 án þess að hringja. Skýrar valmyndir hjálpa fólki að greina frá því sem er að gerast, síðan er opnað fyrir textasamskipti við neyðarvörð. Um leið og samband er gefið til neyðarvarðar er staðsetning vettvangs send til Neyðarlínunnar ásamt upplýsingum um þann sem hringir og lýsingu á því á hvað er að gerast. Þannig er hægt að bregðast enn hraðar við.

Appið byggir á hönnun fyrir heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, einnig kallað döff fólk, en hefur sannað sig sem handhæga lausn fyrir öll sem eiga erfitt erfitt með að hringja eða lýsa aðstæðum.

Neyðarverðir

Neyðarverðir eru á vakt allan sólarhringinn til að aðstoða fólki í neyð. Aðstaða er fyrir 8 neyðarverði í vaktstöðinni í Skógarhlíð en mismargir eru á vakt, allt eftir því álagi sem búist er við.

Neyðarvörður með heyrnatól og míkrófón. Í bakgrunni sést skjár með landakorti.