Viðbragðsaðilar eru þeir sem Neyðarlínan boðar til að veita aðstoð á staðnum.
Tilvísunaraðilar eru þeir sem Neyðarlínan vísar innhringjendum á þegar ekki þarf að senda aðstoð til þeirra.
Faglegir samstarfsaðilar hjálpa Neyðarlínunni annars vegar að veita bestu neyðaraðstoð sem möguleg er og hins vegar reiða sig á upplýsingar frá Neyðarlínunni í sínum störfum.
Tæknilegir samstarfsaðilar þróa og reka þá tæknilegu innviði sem Neyðarlínan stólar á í vaktstöðinni og út um allt land og mið.