
Ólafur
Ólafur er nægjusamur maður sem er nýorðinn 80 ára og býr enn á eigin heimili. Eitt barnabarna hans, Hrafnhildur, hjálpar honum oft við hluti sem eru honum erfiðir, eins og að fara út í búð og borga reikninga. Ólafur lét Hrafnhildi fá aðgang að netbankanum sínum í þessum tilgangi.
Nokkrum mánuðum seinna þegar Ólafur ætlaði að kaupa sér nýjan sófa kemur í ljós að Hrafnhildur hafði millifært reglulega af reikningnum hans yfir á sig. Hann heldur fyrst að þetta sé misskilningur en þegar hann spyr Hrafnhildi segir hún að sér finnist hún eiga þetta skilið og ætli ekki að borga honum til baka.