Lára

Á fyrstu mánuðum sambandsins fannst Láru aðdáunarvert og sexý hversu auðvelt var að tala við Þránd um kynlíf. En með tímanum virtist þörf hans fyrir að ræða og stunda kynlíf bara aukast og henni fór að finnast það óþægilegt. Sérstaklega þegar hann sagði henni frá nauðgunarfantasíu sem hann var með.

Eina nóttina vaknar Lára upp við að Þrándur er að stunda mök með henni. Hún veit ekki hvað hún á að gera svo hún gerir ekki neitt. Eftir á þakkar Þrándur henni, snýr sér á hina hliðina og sofnar.

Er þetta ofbeldi?