Kristjana
Kristjana er listakona og Jói eiginmaður hennar vinnur í banka. Jói bauðst til að hafa umsjón með fjármálunum þeirra þar sem það er hans sérsvið. Í fyrstu var hún fegin því en núna finnst henni óþægilegt að hafa ekki aðgang að bankareikningum þeirra. Henni finnst líka ósanngjarnt að Jói neiti stundum að láta hana fá pening fyrir nauðsynjahlutum þrátt fyrir að hann kaupi sjálfur tóbak og áfengi fyrir peningana þeirra.
Þegar hún biður Jóa um að koma sér inn í fjármálin þeirra gerir hann alltaf lítið úr því með hnyttnum svörum um að þetta sé of flókið fyrir hana og að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur og spyr hvort hún treysti honum virkilega ekki fyrir fjármálunum.