
Fjóla
Eftir að barnsfaðir Fjólu fór skyndilega frá henni og 3 ára stelpunni þeirra, Ásdísi, leitaði hún meira og meira í áfengi. Því meira sem Fjóla drekkur því oftar gerist það að hún reiðist við Ásdísi sem er mjög lík pabba sínum. Fjóla hefur oft hreytt í Ásdísi að það sé henni að kenna að pabbi hennar fór frá þeim eða segir henni að fara inn í herbergi því hún getur ekki horft upp á hana.
Nágrannakona Fjólu passar oft Ásdísi en þegar Fjóla sækir ekki dóttur sína eitt skiptið fyrr en morguninn eftir veit nágrannakonan ekki alveg hvað hún eigi að gera.