Áttu í vanda?
Margir líkja notkun sinni á ólöglegu myndefni við fíkn sem erfitt er að stöðva. Til að fá betri mynd af stöðu þinni, skoðaðu eftirfarandi atriði og punktaðu hjá þér hver eiga við þig.
- Hefur myndað þol. Þarft sífellt fleiri og nýjar myndir.
- Eyðir meiri tíma í að skoða en þú ætlaðir. Tíminn hverfur þegar þú ert á netinu.
- Fráhvarfseinkenni. Finnur fyrir neikvæðum tilfinningum þegar þú ert ekki að skoða.
- Erfiðleikar við að stjórna notkun. Hefur reynt að hætta að skoða efni en byrjar svo aftur.
- Fyrirhöfn. Eyðir leitarsögu, finnur þér stað og stund til að að skoða í einrúmi.
- Sleppir venjum og verkefnum. Hættir að sinna verkefnum til að skoða efni, til dæmis dregur úr áhugamálum þínum eða samveru með fjölskyldu og vinum.
- Hunsar neikvæðar afleiðingar. Skoðar efni án þess að hugsa hvað það kostar, til dæmis vakir fram eftir til að fara á netið eða gerir lítið úr tilfinningum sem tengjast sektarkennd, skömm eða ótta við handtöku.
Ef þú hefur merkt við:
- 2 til 3 atriði er það vísbending um að hegðunin sé að vinda upp á sig eða stigmagnast.
- 4 til 5 atriði er greinilegur vandi á ferð.
- 6 til 7 atriði er alvarlegur vandi til staðar sem mikilvægt er að grípa inn í.
Ef þú hefur merkt við eitthvað af ofangreindum atriðum hvetjum við þig til að hafa samband við Taktu skrefið.