Einstaklingur sem er þolandi mansals getur upplifað sig hjálparvana og og á erfitt með að treysta öðrum. Það er mikilvægt að muna að það er alltaf hægt að fá hjálp. Fyrsta skrefið er að hafa samband við 112, í síma, í sms-i eða í gegnum netspjall.
Neyðarverðir 112 eru hlutlausir aðilar með tengingar við öll úrræði sem gætu hjálpað þolendum mansals. Sá sem hringir inn hefur valkost um að láta lögreglu vita eða halda lögreglunni utan við málið. Einstaklingnum er boðið að tala við starfsfólk Bjarkarhlíðar sem veitir samhæfða þjónustu fyrir hugsanlega þolendur mansals. Þar er hægt að fá:
- Tengsl við félagsþjónustu og Vinnumálastofnun.
- Aðstoð við umsókn um tímabundið dvalarleyfi.
- Lögfræðiaðstoð.
- Aðstoð við húsnæðisleit.
- Hjálp við að leita læknisaðstoðar.
- Upplýsingar um kæruferli og réttarvörslukerfi hjá lögreglunni.
Lögreglan vinnur með einstaklingi að því að koma honum út úr aðstæðum mansals. Markmið lögreglu er alltaf að rannsaka mál einstaklingsins með öryggi hans í fyrirrúmi.