Landhelgisgæsla Íslands
Berist neyðarbeiðnir af sjó til 112 er þeim beint til Vaktstöðvar siglinga sem annast móttöku og miðlun tilkynninga um óhöpp á sjó. Hjá Vaktstöð siglinga starfar fólk með sérþekkingu á skipulagi leitar og björgunar á sjó. Faglegur stjórnandi Vaktstöðvar Siglinga, VSS er Landhelgisgæslan.
Þyrla er kölluð út þegar
-
- Vettvangur er ekki aðgengilegur öðrum farartækjum.
- Timasparnaður, þyrlan er talin fljótvirkari en önnur farartæki s.s. sjúkrabílar eða flugvélar.
- Alvarleg slys með alvarlegum einkennum, svo sem meðvitundarleysi og annað sem fellur innan F-1 forgangs hjá Neyðarlínunni.
- Þörf sé á vettvangi fyrir mannskap með sérstaka þjálfun eða útbúnað; s.s. lækni með sérþjálfun í bráðameðferð, slökkviliðsmenn með þjálfun og klippur til að opna bílflök.
Þyrlu kallar enginn út nema nema skilgreindar neyðarsveitir, lögregla, staðarlæknir og neyðarvörður Neyðarlínunnar sem telur það nauðsynlegt skv. ofangreindu.