Vopnaburður á almannafæri er bannaður.

Vopnalög 16/1998

Tilkynningaskylda

Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:

  1. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður,
  2. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða
  3. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Barnaverndarlög nr. 80/2002 16. gr.

Merki um að það þurfi að tala við Barnavernd eða Lögreglu

Ef eitthvað af eftirfarandi á við um barn eða ungmennið sem um ræðir:

  • Grunur er um óviðeigandi uppeldisaðstæður
  • Barn stofnar sér/öðrum í hættu
  • Barn hefur sýnt langverandi vanlíðan
  • Tengsl (heimilisofbeldi)
  • Barn í neyslu/undir áhrifum
  • Fyrri saga
  • Vopnaburður fyrir eigið öryggi

Símanúmer hjá lögreglu og barnavernd

Skráið hjá ykkur símanúmer lögreglu og barnaverndar í ykkar umdæmi.

Vefur lögreglunnar með upplýsingar fyrir umdæmin

Vefur Barna- og fjölskyldustofu með upplýsingar um barnavernd hjá öllum sveitarfélögum

Alltaf er hægt að ná sambandi við lögreglu og bakvaktasíma barnaverndar í gegnum 112. Bakvaktarsími barnaverndar er bara virkjaður utan opnunartíma barnaverndar.

Áfallaviðbrögð

Þegar búið er að koma málum í farveg er mikilvægt að hjálpa þeim sem þurfa að vinna úr tilfinningunum sem eftir sitja

Úrræði fyrir nemendur

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Myndin sýnir aðstöðu Vopnabúrsins. Þar má sjá bjart herbergi með myndum á veggjum þar sem er mikið af allskonar íþróttadóti, þar á meðal golfkylfur, lyftingalóð og ýmiskonar boltar.

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Fagráð eineltismála

Ef þú ert í grunn- eða framhaldsskóla og færð ekki úrlausn á eineltismáli geturðu leitað til fagráðs eineltismála.