Tilgangur

Tilgangur þessarar fjarvinnustefnu er að vera öryggisstefnu Neyðarlínunnar til stuðnings. Með fjarvinnu er átt við vinnu starfsfólks heima fyrir og á ferðalögum. Innleiðing og framkvæmd þessarar stefnu er mikilvæg til að fullvissa starfsfólk Neyðarlínunnar, viðskiptavini og samstarfsaðila um rétt og markviss vinnubrögð í rekstri fyrirtækisins.

Umfang

Fjarvinnustefnan tekur til meðhöndlunar (vinnslu) upplýsinga á rafrænu formi, prentuðu og í mæltu máli utan hefðbundinna starfsstöðva starfsfólks.

Markmið

Þegar nauðsyn krefur er starfsfólki veitt örugg tenging inn á vinnustöð á skrifstofu til þess að vinna hluta verkefna sinna utan hefðbundinna starfsstöðva, t.d. heima.

Leiðir að markmiði

Neyðarlínan er með sitt skrifstofuumhverfi í Office 365 skýinu, og er það því aðgengilegt öllu starfsfólki í samræmi við aðgangsheimildir hvers og eins. Innskráning er í gegnum fjölþátta auðkenningu (Multi-Factor authentication eða MFA) Starfsfólki er heimilt að skoða vinnugögn utan vinnustaðarins, en þurfa þá að huga sérstaklega að öryggi sínu í því umhverfi. Annar aðgangur að kerfum í rekstri Neyðarlínunnar eða vinnustöðvum er með VPN (Virtual Private Networking). Þegar starfsfólk tengist tölvukerfum Neyðarlínunnar með fjartengingum, eða opnar gögn tengd Neyðarlínunni gilda starfsreglur fyrir notendur upplýsinga- og tölvukerfa Neyðarlínunnar.

Um umgengni við upplýsingakerfi og vélbúnað er vísað í starfsmannahandbók.

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á þessari fjarvinnustefnu.

  1. Gildistími og endurskoðun

Þessi stefna skal endurskoðuð annaðhvort ár og oftar ef þörf krefur til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Neyðarlínunnar. Stefna þessi er gefin út af Neyðarlínunni og gildir frá útgáfudegi og til þess tíma að endurskoðuð eða ný fjarvinnustefna tekur gildi.

Samþykkt á stjórnarfundi 26. október 2022.